21/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Gáfu Landspítala nýtt sónartæki til ómskoðunar

Kvenfélagið Hringurinn hefur fært fósturgreiningardeild  Landspítala nýtt sónartæki til ómskoðunar fóstra og barna í móðurkviði og Thorvaldsensfélagið nýjan ómhaus  við tækið.

Sónartæknin á meðgöngu er fyrir löngu orðin hluti af greiningu og jafnvel meðferð á meðgöngu og er samofin mæðravernd, í vissum tilvikum út alla meðgönguna. Tækninni fer sífellt fram og er nú hægt að greina ákveðin frávik frá eðlilegu ferli snemma á meðgöngu sem gerir kleift að bregðast við sérhæfðum vandamálum miklu fyrr en áður. Með nýjum tækjum eykst skerpa og skýrleiki myndanna sem síðan eykur líkur á nákvæmari  greiningu.

IMG_2917 - Copy