21/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Gæsluvallarhús við Rauðalæk til leigu

Reykjavíkurborg býður dagforeldrum að taka á leigu gæsluvallarhúsið við Rauðalæk.  Húsið sem er 55,7 fermetra gæsluvallarhús hefur verið nýtt af dagforeldrum síðustu ár en núverandi leigutaki mun losa húsnæðið 1. júní og er húsnæðið til leigu frá þeim tíma.  Húsnæðið verður eingöngu leigt þeim sem hyggst nýta húsnæðið til daggæslu barna að uppfylltum skilyrðum Leikskóla Reykjavíkur.

Væntanlegum leigutaka er heimil afnot lóðar, en þó er kveðið á um það í drögum að leigusamningi að útisvæði og leiktæki gæsluvallarins skuli vera opin almenningi á starfstíma daggæslunnar sem og utan hans en án ábyrgðar leigutaka.

Sækja verður um fyrir kl. 10.30 fimmtudaginn 31. mars 2016.
Nánari upplýsingar í auglýsingu: Gæsluvallarhús við Rauðalæk 21A til leigu
ljosmynd_gaesluvollur_vid_raudalaek