Býr í þér fréttamaður?
Reykjavíkurborg og KrakkaRÚV bjóða tíu ungmennum úr 8. – 10. bekk að gerast fréttamenn á Barnamenningarhátíð í Reykjavík 19. – 24. apríl.
Miðlun
KrakkaRÚV býður upp á námskeið þar sem farið er yfir fréttaskrif, framsögn, viðtalstækni, internetið og tækni. Margir reynsluboltar innanhúss miðla af reynslu sinni. Námskeiðið er haldið 12. apríl frá 15:00 – 18:00 og og 14. apríl kl. 15:00 – 18:00.
Segðu frá
Hópurinn fær svo tækifæri í kjölfarið til að fjalla um hátíðina í máli og myndum og munu fréttirnar birtast á KrakkaRÚV, RÚV.is og í Krakkafréttum.
Hægt er að sækja um á krakkaruv.is.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi