Fjölmenningardagur Reykjavíkurborgar var haldinn hátíðlegur í dag laugardaginn10. maí. Dagurinn er nú haldinn í sjötta sinn og má með sanni segja að hann hafi öðlast sess í hugum borgarbúa enda setur hátíðin skemmtilegan blæ á borgarlífið.
Gríðarlegur fjöldi fólks tók þátt í fjölþjóðlegu skrúðgöngunni í dag. Talið er að á bilinu 1500 – 2000 manns hafi tekið þátt og réði gleðin ríkjum, dansað, sungið og litadýrðin var mikil.
Myndir: www.reykjavik.is
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi