22/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Fjölga sálfræðingum á heilsugæslu

Stefnt er að því að fjölga stöðugildum sálfræðinga í heilsugæslu um átta á næsta ári og verður tæpum 69 milljónum króna varið til þess samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Gangi þetta eftir verður unnt að bjóða sálfræðiþjónustu í heilsugæslu í öllum heilbrigðisumdæmum landins á næsta ári.

Í tengslum við áætlunina Betri heilbrigðisþjónustu sem heilbrigðisráðherra ýtti úr vör í byrjun síðasta árs er stefnt að því að efla þjónustu heilsugæslu í landinu og bæta aðgengi að henni. Liður í því er að efla þverfaglegt samstarf innan hennar og stuðla að breiðari sérfræðiþekkingu. Stöðugildi sálfræðinga í heilsugæslu á landsvísu eru nú 15 en verður fjölgað um átta á næsta ári og þar með verða stöðugildi sálfræðinga í heilsugæslu orðin 23 á landsvísu.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA
OLYMPUS DIGITAL CAMERA