Samninganefnd Félags grunnskólakennara hefur falið kjörstjórn Kennarasambands Íslands að framkvæma allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Kennarasambands Íslands í Félagi Grunnskólakennara er starfa hjá sveitarfélögum landsins um vinnustöðvun dagana 15., 21. og 27. maí 2014 til að stuðla að framgangi fyrirliggjandi krafna félagsins.
Kjörstjórn hefur ákveðið, samkvæmt tillögu Félags Grunnskólakennara, að atkvæðagreiðslan fari fram með rafrænum hætti og hefjist þriðjudaginn 22. apríl 2014, kl. 10.00 og ljúki mánudaginn 28. apríl 2014, kl. 16.00.
Aðrar fréttir
Félagasamtök styrkt um 80 milljónir króna
Nýtt grasæfingasvæði í Úlfarsárdal
Reykjavíkurborg býður frítt internet á völdum stöðum