Hilton Reykjavík Nordica hefur hlotið Fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2014 fyrir fegurstu lóð fyrirtækja. Snýr viðurkenningin að vel útfærðri endurgerð á framhlið hótellóðarinnar sem nýlega var endurgerð að fullu. Efnisval er talið smekklegt og lóðin með fallega græna ásýnd með snyrtilega útfærðum grasmönum við lóðarmörk. Reykjavíkurborg veitir fegrunarviðurkenninguna árlega fyrir fallegustu lóðirnar hjá fyrirtækjum og fjölbýlishúsum og eru það skipulags- og landslagsarkítektar hjá borginni sem sjá um að meta og velja lóðir til verðlauna.
Aðrar viðurkenningar árið 2014 hljóta fjórar lóðir, þrjú hús og tvær verslanir við sumargötur .
Fyrirtækja- og stofnanalóðir:
- Suðurlandsbraut 2, Hilton Reykjavík Nordica;
- Sæmundargata 14-20, Félagsstofnun Stúdenta.
Fjölbýlishúsalóðir:
- Dunhagi 11-17,
- Ljósheimar 8-12.
Hús:
- Lækjargata 8;
- Grundarstígur 10, Hannesarholt;
- Grandagarður 20, HB Grandi .
Sumargötur:
- Laugavegur 1, Vísir;
- Skólavörðustígur 5, Gullsmiðja og Listmunahús Ófeigs, Lítil í upphafi ehf.
Aðrar fréttir
Félagasamtök styrkt um 80 milljónir króna
Nýtt grasæfingasvæði í Úlfarsárdal
Reykjavíkurborg býður frítt internet á völdum stöðum