22/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Fá leyfi fyrir tónleikahaldi í bílakjallara Hörpu

Harpa ohf hefur sótt um leyfi fyrir tímabundið tónleikahald fyrir 350 gesti í bílakjallara K2 í tónlistar og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Umsókin hefur verið samþykkt með því skilyrði að byggingarfulltrúa, lögreglu og slökkviliði verði gert viðvart fyrir hvern viðburð ásamt að sótt verði um leyfi hjá lögreglu.