Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 1. janúar 2016, sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:
1. Björgólfur Jóhannsson forstjóri, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir framlag til þróunar íslensks atvinnulífs.
2. Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar og alþjóðlegrar kvikmyndagerðar.
3. Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður, Sauðárkróki, riddarakross
fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar.
4. Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknarprófessor, Reykjavík,
riddarakross fyrir störf á vettvangi íslenskra fræða og menningar.
5. Helga Guðrún Guðjónsdóttir fyrrverandi formaður UMFÍ,
Kópavogi, riddarakross fyrir forystu störf á vettvangi íþrótta og
æskulýðsstarfs.
6. Hjörleifur Guttormsson fyrrverandi alþingismaður og ráðherra,
Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til umhverfiserndar og
náttúrufræðslu og störf í opinbera þágu.
7. Hrafnhildur Schram listfræðingur, Reykjavík, riddarakross fyrir
störf í þágu íslenskrar myndlistar.
8. Hörður Kristinsson grasafræðingur, Akureyri, riddarakross fyrir
rannsóknir og kynningu á íslenskum gróðri.
9. Ólafur Ólafsson formaður Aspar, Reykjavík, riddarakross fyrir
störf að íþróttamálum fatlaðra.
10. Steinunn Kristjánsdóttir prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir
rannsóknir á sviði íslenskrar sögu og fornleifa.
11. Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur, Seltjarnarnesi, riddarakross fyrir
framlag til íslenskra bókmennta.
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar