Flugvél bandaríska flughersins, af gerðinni Boeing C17 Globemaster, lenti á Reykjavíkurflugvelli í september, en vélin er sú stærsta sem lent hefur á vellinum að undanskildum tveimur svipuðum vélum sem lentu á vellinum á sjötta áratugnum. Vélin lenti hér á landi til að taka eldsneyti á leið sinni frá herstöð flughersins í Þýskalandi til Anchorage í Alaska.
Upphaflega átti vélin að lenda í Keflavík en gat það ekki sökum lágrar skýjahæðar. Flugvél af þessari gerð var notast við þegar háhyrningurinn Keikó var fluttur til landsins á sínum tíma.
Lengd C17-vélarinnar er 53 metrar, vænghaf 51,75 metrar og stélhæð 16,8 metrar. Tóm er vélin um 128 tonn en hámarksþyngd við flugtak rúm 265 tonn.
Heimild og myndir: isavia.is
Aðrar fréttir
Willum Þór fundaði með heilbrigðisráðherra Grænlands
Flóttafólki frá Úkraínu leyft að hafa með sér gæludýr
Ákveðið að hefja framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka