03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Breytingar hjá Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur eða OR verður hefur gert breytingar á ásjónu starfsemis fyrirtækisins. Eftirleiðis verða félögin þrjú í starfsemi OR gagnvart gagnvart viðskiptavinum  og landsmönnum öllum:
Orka náttúrunnar (ON), Gagnaveita Reykjavíkur með vörumerki sitt Ljósleiðarann og nú Veitur.

Þar með lýkur uppskiptingu starfseminnar sem hófst með aðskilnaði samkeppnis- og sérleyfishluta rekstrarins í ársbyrjun 2014.
Veitur ohf. eru kynntar til sögunnar, stærsta fyrirtækið innan OR samstæðunnar. Veitur dreifa rafmagni, heitu og köldu vatni og reka fráveitur á svæði þar sem búa tæplega þrír af hverjum fjórum landsmönnum, frá Grundarfirði í vestri til Hvolsvallar í austri.
Framkvæmdastjóri Veitna er Inga Dóra Hrólfsdóttir verkfræðingur.
Áhersla er lögð á rafræna þjónustu við viðskiptavini Veitna á nýjum vef, www.veitur.is. Símanúmer þjónustuvers er eftir sem áður 516 600.
Móðurfélagið OR dregur sig þar með í hlé sem málsvari þjónustunnar gagnvart viðskiptavinum. Rekstrarleg ábyrgð samstæðunnar er óbreytt, engar breytingar eru á skipuriti í tengslum við þessar breytingar og móðurfélagið mun áfram svara fyrir samstæðuna í heild.