Borgarráð samþykkti á fundi sínum í vikunni breytingar á mörkum tveggja skólahverfa í borginni frá og með næsta skólaári 2017-2018.
Skólahverfamörkum Langholtsskóla og Vogaskóla verður breytt þannig að Álfheimar 31 – 35, Glaðheimar, Sólheimar 25, Hlunnavogur og Sigluvogur flytjast úr skólahverfi Langholtsskóla yfir í skólahverfi Vogaskóla. Breytingin mun ekki hafa áhrif á þá nemendur sem sækja nú þegar þessa tvo skóla.
Skólahverfamörk Grandaskóla og Melaskóla verða færð þannig að Meistaravellir tilheyri Grandaskóla í stað Melaskóla áður. Breytingin nær ekki til nemenda sem sækja nú þegar þessa tvo skóla.
Í báðum tilvikum eigi foreldrar sem eiga lögheimili í götum sem færast á milli skólahverfa val um í hvorn skólann börn þeirra fara og forgang í báða skólana út skólaárið 2017 – 2018.
Breytingar á skólamörkum voru gerðar að tillögu starfshóps og að undangengnu umsagnarferli hjá skólaráðum og foreldrafélagum, svo og opnum íbúafundum þar sem þær voru kynntar.
Aðrar fréttir
Félagasamtök styrkt um 80 milljónir króna
Nýtt grasæfingasvæði í Úlfarsárdal
Reykjavíkurborg býður frítt internet á völdum stöðum