Björn Zoëga læknir og fyrrverandi forstjóri Landspítala hefur verið ráðinn formaður verkefnastjórnar um betri heilbrigðisþjónustu. Verkefnastjórninni er ætlað að vinna á grundvelli yfirlýsingar forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, heilbrigðisráðherra, Læknafélags Íslands og Skurðlæknafélags Íslands frá 8. janúar sl.
Verkefnisstjórn mun einnig taka við stjórn verkefnisins Betri heilbrigðisþjónusta 2013 – 2017 sem heilbrigðisráðherra setti af stað í upphafi síðasta árs. Undir það verkefni féllu sjö verkhlutar og eru fjórir þeirra komnir í framkvæmd en þremur er ekki lokið og munu verða hluti af ofangreindu verkefni. Í verkefnisstjórninni munu eiga sæti fimm manns.
Aðrar fréttir
Félagasamtök styrkt um 80 milljónir króna
Nýtt grasæfingasvæði í Úlfarsárdal
Reykjavíkurborg býður frítt internet á völdum stöðum