06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Betri aðstaða á Tjaldsvæðinu í Laugardal

Nýtt þjónustuhús með snyrtiaðstöðu, ný eldunaraðstaða ásamt skála sem rúmar um 70 gesti, sem og ný afgreiðsla er meðal þess sem gert hefur verið á Tjaldsvæðinu í Laugardal á liðnum árum. Í gær var boðið til veislu til að fagna þessum verklokum og 15 ára farsælu samstarfi Reykjavíkurborgar og Farfugla um rekstur Tjaldsvæðisins.

Tímabært var að ráðist yrði í endurbætur en hluti af aðstöðunni er frá því tjaldsvæðið var opnað árið 1986 og það ár voru um 12.000 gistinætur á svæðinu.  Á síðasta ári voru gistinæturnar hins vegar orðnar 42.700 talsins og á þessu ári er gert ráð fyrir að þær verði um 46.000.