Eins og flestir vita seldist upp á tónleika Justins Bieber í Kórnum 9. september 2016 á örskammri stundu. Það kom bersýnilega í ljós að umfram eftirspurnin eftir miðum var með miklum ólíkindum.
Sena hefur staðfest að aukatónleikar verða haldnir fimmtudaginn 8. september í Kórnum, Kópavogi.
Allt varðandi miðaverð og svæði er nákvæmlega eins og áður.
Miðasala hefst föstudaginn 8. janúar kl. 10 á Tix.is. Engar íslenskar forsölur verða að þessu sinni en forsala á vegum aðdáendaklúbbs Justins Bieber fer fram daginn áður, á sama hátt og áður.
Svona eru verðin og svæðin:
Standandi stæði: 15.990 kr
Stúka B: 24.990 kr
Stúka A: 29.990 kr
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar