Árleg kristniboðsvika í Reykjavík hófst á sunnudaginn síðastliðinn. Markmið hennar er að kynna starf Kristniboðssambandsins og hvetja fólk til dáða, fyrirbænar og stuðnings við það. Sérstakur gestur vikunnar verður Martin Hickey, fjölmiðlafulltrúi kristilegu og samkirkjulegu sjónvarpsstöðvarinnar Sat7 sem hefur bækistöðvar á Kýpur og sendir út á fjórum rásum til Norður-Afríku og Mið-Austurlanda. Sérstök yfirskrift vikunnar er „Upp á líf og dauða.“
Á samkomunni þriðjudaginn 4. mars sem haldin verður í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg mun Agnes M. Sigurðardóttir biskup segja frá heimsókn sinni á slóðir kristniboða í Kenía í fyrra og Karl Sigurbjörnsson biskup flytja hugvekju. Hljómsveitin Sálmari sér um söng og tónlist en Áslaug Haraldsdóttir háskólanemi flytur upphafsorð. Allir eru hjartanlega velkomnir á allar samverur vikunnar.
Alla dagskránna má finna hér.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi