Athöfn vegna embættistöku forseta Íslands fer fram í Dómkirkjunni og Alþingishúsinu fimmtudaginn 1. ágúst og hefst dagskrá kl. 15.30.
Ríkisútvarpið verður nú með beina sjónvarpsútsendingu frá athöfninni í kirkju og þinghúsi.
Almenningur er boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta. Þar verða settir upp skjáir svo þeir sem þar eru staddir geti fylgst með því sem fram fer. Að loknu drengskaparheiti minnist forseti Íslands fósturjarðarinnar af svölum þinghússins.
Þá verður Smiðjan, nýtt skrifstofuhúsnæði Alþingis, í fyrsta sinn nýtt að lokinni embættistöku forseta Íslands fyrir gesti athafnarinnar. Smiðjan var tekin í notkun um síðustu áramót, en við fyrri embættistökur hefur móttakan farið fram í Alþingishúsinu.
Aðrar fréttir
65 ára afmælishátíð Sjálfsbjargar
Sæbraut lokað vegna kvikmyndatöku
Nýtt björgunarskip Landsbjargar komið til landsins með Brúarfossi