21/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Ákveðið að hefja framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka

Fjármála- og efnahagsráðherra hefur ákveðið að hefja framhald sölumeðferðar á hlutum í Íslandsbanka í samræmi við tillögu Bankasýslu ríkisins frá 20. janúar sl.

Ákvörðun ráðherra byggir á fyrirliggjandi greinargerð sem lögð var fyrir fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingi og felur í sér að bankinn skuli seldur í áföngum fyrir árslok 2023.

Umsagnir nefndanna liggja nú fyrir, en meiri hlutar þeirra beggja mæla með því að hafist verði handa við framhald sölu. Þá telur Seðlabankinn að telja megi að jafnræði bjóðenda verði tryggt og er salan talin hafa takmörkuð áhrif á gjaldeyrismarkað, gjaldeyrisforða bankans og laust fé í umferð.

Framhald sölu verður háð því að markaðsaðstæður séu hagfelldar. Þrátt fyrir að ófriður í Austur Evrópu hafi haft margháttuð áhrif á eigna- og fjármálamarkaði á heimsvísu telur Bankasýslan að það raski ekki meginforsendum söluáformanna að svo stöddu. Þannig hafi verð á hlutum í bankanum ekki verið hærra en það er um þessar mundir.