Viðey opnar á ný eftir framkvæmdir á bryggjunni í janúar. Það er gaman að fara með fjölskyldu og vinum og ganga eftir skemmtilegum stígum í Viðey, virða fyrir sér náttúruna, hafið, listina, fjallasýnina og njóta kyrrðarinnar í eyjunni. Viðey er útivistasvæði í eigu Reykvíkinga og allir eru velkomnir út í eyju.
Í Viðeyjarstofu er rekið kaffihús en þangað inn er dásamlegt að setjast eftir góðan göngutúr. Vöfflur og kakó í Stofunni er tímalaus klassík.
Siglt er allar helgar, laugardaga og sunnudaga, frá Skarfabakka kl. 13:15, 14:15 og 15:15 og frá Viðey að Skarfabakka kl. 13:30, 14:30, 15:30 og 16:30.
Einnig er í boði sérstakar Friðarsúluferðir út í Viðey.
- kl. 20:00 frá 9. október til 8. desember (á hverju kvöldi).
- kl. 18:00 dagana 21., 22., 27., 28. og 30. desember.
- kl. 16:00 gamlársdag 31. desember.
- kl. 20:00 18. febrúar.
- kl. 21:00 dagana 20. til 26. mars (á hverju kvöldi).
Brottfarir frá Gömlu höfninni í Reykjavík.
Meira á vefinum, www.videy.com
Aðrar fréttir
Listasafn Reykjavíkur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2024
Veitir 40 milljónir í styrki til atvinnumála kvenna
Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar