03/10/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

Aftur hægt að sigla til Viðeyjar

Viðey opnar á ný eftir fram­kvæmdir á bryggj­unni í janúar. Það er gaman að fara með fjöl­skyldu og vinum og ganga eftir skemmti­legum stígum í Viðey, virða fyrir sér nátt­úr­una, hafið, list­ina, fjalla­sýn­ina og njóta kyrrð­ar­innar í eyj­unni. Viðey er úti­vista­svæði í eigu Reykvíkinga og allir eru vel­komnir út í eyju.

Í Viðeyjarstofu er rekið kaffi­hús en þangað inn er dásam­legt að setj­ast eftir góðan göngu­túr. Vöfflur og kakó í Stofunni er tíma­laus klassík.

Siglt er allar helgar, laug­ar­daga og sunnu­daga, frá Skarfabakka kl. 13:15, 14:15 og 15:15 og frá Viðey að Skarfabakka kl. 13:30, 14:30, 15:30 og 16:30.

Einnig er í boði sérstakar Friðarsúluferðir út í Viðey.

  • kl. 20:00 frá 9. októ­ber til 8. des­em­ber (á hverju kvöldi).
  • kl. 18:00 dag­ana 21., 22., 27., 28. og 30. des­em­ber.
  • kl. 16:00 gaml­árs­dag 31. des­em­ber.
  • kl. 20:00 18. febrúar.
  • kl. 21:00 dag­ana 20. til 26. mars (á hverju kvöldi).

Brottfarir frá Gömlu höfn­inni í Reykjavík.

Meira á vefinum, www.videy.com