22/06/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

47 einstaklingar ættleiddir á Íslandi árið 2015

Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru 47 einstaklingar ættleiddir á Íslandi árið 2015. Þetta eru nokkuð fleiri en árið 2014, en þá voru ættleiðingar 37. Árið 2015 voru stjúpættleiðingar 28 en frumættleiðingar 19. Með hugtakinu stjúpættleiðing er átt við ættleiðingu á barni (eða kjörbarni) maka umsækjanda. Með hugtakinu frumættleiðing er átt við ættleiðingu á barni sem ekki er barn maka umsækjanda.

Frumættleiðingar frá útlöndum
Frumættleiðingar frá útlöndum voru 17 árið 2015, og hélt þeim áfram að fjölga frá því að þær fóru í einungis tíu árið 2013. Frumættleiðingar frá útlöndum höfðu ekki verið svo fáar á einu ári frá árinu 1997. Undanfarin ár hafa flest ættleidd börn verið frá Kína og árið 2015 voru einnig flestar ættleiðingar þaðan, eða átta, en einnig voru ættleidd fimm börn frá Tékklandi.

Ættleiðingar innanlands
Stjúpættleiðingar árið 2015 voru 28. Það er fjölgun frá árinu 2014, en þá voru þær óvenjulega fáar eða 19. Í flestum tilvikum var stjúpfaðir kjörforeldri, en það hefur jafnan verið algengast. Frumættleiðingar innanlands voru tvær árið 2015, og hafa þær einungis einu sinni verið færri á einu ári frá 1990, það var árið 2012 þegar engin frumættleiðing átti sér stað innanlands.

aettleidingar
Mynd og heimilid: hagstofa.is