Tíundu hverri íslenskri langri leikinni kvikmynd leikstýrt af konu

Frá árinu 1949 til ársloka 2017 hefur 191 íslensk leikin kvikmynd í fullri lengd verið frumsýnd hér á landi. Karlar hafa leikstýrt langflestum myndanna eða níu af hverjum tíu. Flestar myndanna flokkast sem drama- og gamanmyndir. Um ein af hverjum tíu kvikmyndum eru barna- og fjölskyldumyndir.

Fyrsta íslenska leikna kvikmyndin í fullri lengd var frumsýnd árið 1949. Það var kvikmyndin Milli fjalls og fjöru í leikstjórn Lofts Guðmundssonar. Næsta áratuginn voru frumsýndar fimm leiknar íslenskar kvikmyndir í fullri lengd. Eftir það dró úr framleiðslu langra leikinna mynda hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar voru aðeins frumsýndar tvær innlendar myndir í fullri lengd, ein á hvorum áratug. Frá árinu 1980 að telja hefur árvisst verið frumsýnd innlend leikin kvikmynd í fullri lengd, tíðast fleiri en ein eða tvær hvert ár. Flestar voru myndirnar árið 2011, en þá voru frumsýndar myndir tíu talsins. Frá 1949 til loka árs 2017 hefur 191 íslensk leikin kvikmynd í fullri lengd verið frumsýnd, eða fast að þrjár myndir að jafnaði á ári.

Heimild: hagstofa.is

 

Flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullrannsökuð

Starfshópur um framtíð Reykjavíkurflugvallar skilaði Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýverið áfangaskýrslu sinni. Jón Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, skipaði hópinn í september síðastliðnum.

Tillögur starfshópsins eru að flugvallarskilyrði í Hvassahrauni verði fullkönnuð svo fljótt sem verða má með nauðsynlegum rannsóknum er varða flug á svæðinu áður en ákvörðun yrði tekin um að byggja nýjan flugvöll þar. Einnig yrðu tryggðar greiðar samgöngur milli borgarinnar og hins mögulega nýja flugvallar. Þá leggur hópurinn áherslu á að tryggja verði rekstraröryggi flugvallarins í Vatnsmýri og að brautir verði ekki styttar eða þeim lokað fyrr en nýr flugvöllur er tilbúinn til notkunar og bent er á að hraðað verði sem kostur er ákvarðanatöku vegna málsins.

Hópnum var falið það hlutverk að leiða viðræður samgönguyfirvalda, heilbrigðisyfirvalda, Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga og hagsmunaaðila til að finna viðunandi lausn á framtíð Reykjavíkurflugvallar. Skyldi hópurinn leita lausna sem geti sætt ólík sjónarmið um hlutverk flugvallarins í dag og til framtíðar. Hópnum var falið að taka mið af eftirfarandi skilyrðum í viðræðum sínum:

  • Flugvellir á suðvesturhorni landsins uppfylli skilyrði um að allir landsmenn komist til og frá höfuðborgarsvæðinu innan 3,5 klst. ferðatíma. Þjónustan verði sambærileg við núverandi flugvöll í getu og afköstum.
  • Af öryggissjónarmiðum þurfi tvo flugvelli á suðvesturhorni landsins sem þjónað geti millilandaflugi með góðu móti.
  • Stjórnvöld geti ekki skuldbundið sig við dagsetningar til þess að opna nýjan flugvöll fyrr en staðsetning og hönnun liggur fyrir og að öll skilyrði um þjónustu flugvallarins og fjármögnun af fjárlögum eru uppfyllt.
  • Flugvellir á suðvesturhluta landsins uppfylli öryggishlutverk gagnvart íbúum landsins, þar með talið almannavarnahlutverk. Jafnframt sé mikilvægt að góð aðstaða fyrir kennslu- og þjálfunarflug sé á slíkum flugvelli.

Auk þessa skyldi starfshópurinn hafa til hliðsjónar skýrslu Þorgeirs Pálssonar um öryggishlutverk Reykjavíkurflugvallar, samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins bæði í apríl og október 2013, taka tillit til markmiða samgönguáætlunar og niðurstöðu svokallaðrar  Rögnunefndar frá júní 2015 um flugvallakosti á höfuðborgarsvæðinu.

Starfshópurinn hefur haldið sjö fundi og segir í skýrslunni að í gögnum komi fram að horft sé til Hvassahrauns sem líklegasta kosts fyrir nýjan flugvöll á höfuðborgarsvæðinu verði flugvöllur í Vatnsmýri aflagður. Hafi því verið ákveðið að skoða þann kost og ræða fyrst við aðila sem gerst þekkja aðstæður þar. Þá fór hópurinn yfir aðalskipulag Reykjavíkur fyrir árin 2010 til 2030.

Í hópnum sátu Hreinn Loftsson, lögmaður, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir ráðgjafi, Linda Gunnarsdóttir flugstjóri, Róbert Guðfinnsson athafnamaður og Sveinn Magnússon, skrifstofustjóri í velferðarráðuneytinu.

Úthlutun styrkja á sviði menningar-, íþrótta- og æskulýðsmála 2018

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur úthlutað styrkjum af safnliðum fyrir árið 2018 til verkefna er stuðla að faglegri uppbyggingu á sviði menningarmála. Í auglýsingu ráðuneytisins 29. september 2017 var tekið fram að úthlutað yrði styrkjum á sviði lista og menningararfs annars vegar og til mannvirkja á sviði íþrótta- og æskulýðsmála hinsvegar. 

Á sviði lista og menningararfs eru veittir rekstrar- og verkefnastyrkir til félaga, samtaka og einstaklinga sem starfa á sviði lista og að verndun menningarminja og hafa ekki aðgang að uppbyggingarsjóðum landshluta eða öðrum sjóðum  lista og menningararfs.

Á sviði íþrótta- og æskulýðsmála eru veittir stofnstyrkir til að styðja við uppbyggingu, endurnýjun og viðhaldíþróttamannvirkja og mannvirkja fyrir æskulýðsstarfsemi í samstarfi við sveitarfélög og fleiri aðila.

 

Mat á umsóknum byggði einkum á eftirtöldum sjónarmiðum: 

  1. a)   gildi og mikilvægi verkefnis fyrir stefnu viðkomandi málaflokks,
  2. b)   gildi og mikilvægi verkefnisins fyrir kynningu og markaðssetningu viðkomandi málaflokks,
  3. c)   að umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að,
  4. d)   starfsferli og faglegum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda,
  5. e)   fjárhagsgrundvelli verkefnis og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki til sama verkefnis.

 

Alls bárust 97  umsóknir þar sem sótt var um styrki alls að fjárhæð 429.437.312 kr.  Alls eru veittir 37 styrkir að þessu sinni, samtals að fjárhæð 56.300.000 kr.

Eftirfarandi  umsækjendur og verkefni hlutu styrki fyrir árið 2018:

Styrkir til lista og menningararfs

Verkefnastyrkir           

Umsækjandi

Verkefni

Úthlutað

ASSITEJ Ísland

UNGI – alþjóðleg sviðslistahátíð fyrir ungt fólk

800.000

Barnabókasetur Íslands

Siljan, myndbandasamkeppni fyrir ungt fólk

500.000

Cycle Music and Art Festival

Listahátíðin Cycle, Heimur heima

1.000.000

Danshópurinn Sporið

Miðlun íslenskra þjóðdansa sem menningarhefðar

300.000

Félag norrænna forvarða -Ísland

Alþjóðleg ráðstefna á Íslandi

500.000

Félag um listasafn Samúels

Endurbætur á húsi Samúels

500.000

Fífilbrekka ehf

Ljósmyndaverkefni um hús Samvinnuhreyfingarinnar

1.000.000

Harpa ohf

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna

500.000

Íslandsdeild ICOMOS

Þátttaka í alþjóðlegu samstarfi

500.000

Íslenskir eldsmiðir

Fræðsla um eldsmíði – námskeið og sýningar

500.000

Íslensk tónverkamiðstöð

Skylduskil til Landsbókasafns Íslands

2.000.000

KrakkaRÚV

Gagnvirkt vefsjónvarp fyrir ungmenni með áherslu á vandað málfar og góða íslensku

1.500.000

Leikminjasafn Íslands

Frágangur og skráning leikmuna

3.700.000

Mýrin – félag um barnabókmenntahátíð

Úti í Mýri – alþjóðleg barnabókmenntahátíð

1.000.000

Nína Margrét Grímsdóttir

Reykjavík Classics, tónleikaröð í Hörpu

1.200.000

Norræna húsið í Reykjavík

Menningarveisla í Vatnsmýrinni í tilefni af 50 ára afmæli hússins 2018

800.000

SÍUNG

SÖGUR – verðlaunahátíð barnanna

500.000

Sviðslistasamband Íslands

Markaðs og kynningarmál

500.000

Tónskáldafélag Íslands

Myrkir músíkdagar

2.000.000

Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða

Faglegir fundir, fræðsla og alþjóðlegt samstarf

1.200.000

Valdimar Össurarson

Orðasjóður Kollsvíkinga

500.000

 

Rekstrarstyrkir

Bandalag sjálfstæðra leikhúsa

3.500.000

Bókmenntahátíð í Reykjavík

3.000.000

Félag íslenskra safna og safnmanna

1.500.000

Reykjavík Dance Festival

3.500.000

 

Stofnstyrkir til íþrótta- og æskulýðsmála

Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar

Úrbætur á öryggissvæði keppnisbrautar

800.000

Golfklúbbur Vestmannaeyja

Framkvæmdir á mótssvæði fyrir Íslandsmót í höggleik 2018

2.000.000

Landssamband hestamannafélaga

Uppbygging keppnisvalla í Víðidal fyrir Landsmót hestamanna 2018

6.000.000

Skáksamband Íslands

Viðgerð á þaki vegna leka í húsakynnum sambandsins

1.000.000

Skátafélagið Garðbúar

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skátafélagið Heiðabúar

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skátafélagið Mosverjar

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skátafélagið Strókur

Viðgerðir og endurbætur á húsakynnum skátaheimilisins

350.000

Skógarmenn KFUM – Vatnaskógi

Vatnaskógur – ljúka við nýtt hús og bætt aðgengi

1.000.000

Sveitarfélagið Skagafjörður

Uppbygging mannvirkja fyrir Landsmót UMFÍ og Landsmót UMFÍ 50+ 2018

6.000.000

Sveitarfélagið Ölfus

Unglingalandsmót UMFÍ 2018

5.000.000

Vegahúsið ungmennahús

Viðhald Vegahússins ungmennahúss

600.000