Fjórum vespum stolið í Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þjófnaði á bensín- og rafmagnsvespum, en fjórum slíkum var stolið í Kópavogi í gær. Einni var stolið af lóð Kárnesskóla um tíuleytið í gærmorgun og annarri utan við Menntaskólann í Kópavogi á tímabilinu frá kl. 8.15 – 10.20. Báðum vespunum var læst með keðju sem þjófurinn, eða þjófarnir, klippti í sundur. Jafnframt var klippt á keðju á annarri vespu við Kársnesskóla, en vespan var ekki tekin. Síðdegis var svo tveimur öðrum vespum stolið utan við íþróttahúsið í Digranesi, en önnur þeirra var læst við staur sem þar er. Þetta mun hafa gerst á tímabilinu frá kl. 16.30 – 19.30.

Lögreglan biður þá sem geta varpað ljósi á þjófnaðina að hafa samband, en upplýsingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gunnarh@lrh.is í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu embættisins eða í síma lögreglunnar 444 1000.

Starfslaun listamanna 2017

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við  ákvæði laga nr. 57/2009.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17:00.

– launasjóður hönnuða
– launasjóður myndlistarmanna
– launasjóður rithöfunda
– launasjóður sviðslistafólks
– launasjóður tónlistarflytjenda
– launasjóður tónskálda

Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka: 

• Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
• Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð
• Starfslaun fyrir sviðslistahópa – athugið að sú breyting hefur verið gerð að sviðslistahópaumsókn er felld inn í atvinnuleikhópaumsókn

Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni  www.listamannalaun.is

Nýr Listaframhaldsskóli á sviði tónlistar

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að ganga til samninga við Tónlistarskóla Reykjavíkur og Tónlistarskóla FÍH um stofnun nýs listframhaldsskóla á sviði tónlistar.

Í skólanum mun nemendum sem hyggjast leggja stund  á framhaldsnám í tónlist gefast kostur á sérhæfðu undirbúningsnámi á því sviði.

Ákvörðunin er tekin í kjölfar ferlis sem Ríkiskaup heldur utan um og er í samræmi við niðurstöður matsnefndar sem skilaði áliti til mennta- og menningarmálaráðherra.

Gert er ráð fyrir að gengið verði til samninga við skólana á næstu dögum.