Viðhöfn við opnun á Hverfisgötu

Stutt dagskrá verður í miðbænum vegna opnunar á Hverfisgötunni eftir endurgerð á morgun, laugardaginn 1. mars. Borgarstjórinn, Jón Gnarr, mun opna götuna formlega og boðið verður upp á veitingar frá Austur Indíafélaginu.

Dagskrá opnunarhátíðar Hverfisgötu:

kl. 14:00  Skrúðganga frá Bíó Paradís – gengið að Frakkastíg, þaðan að Klapparstíg og endað við Bíó Paradís.

 • kl. 14:15 Hátíðarræða – sungin og leikin: Eiríkur Fjalar
 • kl. 14:25  Fjöldasöngur gesta með Lúðraveit Samma
 • kl. 14:30 Jón Gnarr : Opnunarávarp
 • kl. 14:30   Dregið úr potti Lukku-hjólsins. Dagur Eggertsson dregur úr og afhendir vegleg verðlaun
 • kl. 14:40  Óður til Hverfisgötu. Þjóðþekkt miðborgarrotta flytur frumsaminn brag
 • kl. 14:45  Lúðraveit Samma blæs til leiks
 • kl. 15:00  Fornbílaakstur gleður augu og eyru
 • kl. 15:10 Plötusnúðarnir Taj Mahal & Abdullah RAJ hræra saman indverskri Bhangra tónlist og íslenskum þjóðstefjum
 • kl. 15:30 – 19:00  Reykjavíkurmyndahátíð Bíó Paradísar: 101 Reykjavík, Rokk í Reykjavík,  Reykjavík – Rotterdam, Sódóma Reykjavík

Framhaldsskólakennarar kusu verkfall

Tæplega 88% félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hafa samþykkt að fara í verkfall 17. mars næstkomandi, hafi samningar við þá ekki náðst.

Um er að ræða afgerandi niðurstöðu við góða þátttöku í þessum kosningum.

 • Á kjörskrá voru 1.541
 • Atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9%
 • Já sögðu 1.173 eða 87,6%
 • Nei sögðu 134 eða 10,0%
 • Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4%

Ísland dróst gegn Hollendingum og Tékkum

Íslenska landsliðið í knattspyrnu dróst í A riðil með Hollendingum, Tékkum, Tyrkjum, Kasökum og Lettum þegar dregið var í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag.  Tvö efstu lið hvers riðils komast beint á EM en liðum verður nú fjölgað úr 16 í 24 og einnig fer liðið með bestan árangur í 3. sæti beint í lokakeppnina. Hin liðin sem lenda í þriðja sæti sinna riðla fara í umspil.

Fyrstu leikirnir fara fram 7. – 9. september 2014.

A-riðill: Holland, Kasakstan, Ísland, Lettland, Tyrkland, Tékkland.

Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina

Áhöfnin á Húna hlaut Eyrarrósina í ár. Eyrarrósin er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunnar. Það var Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, sem afhenti verðlaunin að vanda í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði.

Einnig voru Skrímslasetrið á Bíldudal og Gamla verksmiðjan á Hjalteyri tilnefnd til Eyrarrósarinnar.

Áhöfnin á Húna er samstarfsverkefni tónlistarmanna og Hollvina Húna II.  Áhöfnin á Húna vakti mikla athygli í sumar þegar Húni II sigldi hringinn í kringum landið. Haldnir voru 16 tónleikar í sjávarbyggðum landsins.

Fimleikahús rís við Egilshöll

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ganga til samninga við Ungmennafélagið Fjölni í Grafarvogi vegna  aðstöðumála og rekstri á  íþróttamannvirkjum við Dalhús. Jafnframt hefur ráðið samþykkt að ganga til samninga við Knatthöllina ehf. um leigu á fimleikaaðstöðu í fimleikahúsi er rísa mun við hlið Egilshallar.
Reginn mun eiga þá byggingu og leigja til Reykjavíkurborgar eins og önnur mannvirki við Egilshöll. Fimleikahúsið ásamt tengibyggingu við núverandi mannvirki verður um 2.250 m2.

Áætlað er að hönnun og bygging fimleikahúss verði boðin út í alútboði og gert er ráð fyrir að húsið verði fullgert að hausti 2015. Samhliða hefur Reginn hafið undirbúning og viðræður við aðila um ýmiss konar nýja þjónustu og starfsemi í núverandi byggingum við Egilshöll sem fyrirhugað er að verði þar. Þetta er t.d. einkarekinn leikskóli með áherslu á íþróttir og hreyfingu og ýmsa þjónustu tengda íþróttum og heilsu.

Nýjar fjárfestingar í Egilshöll, vegna samnings við Reykjavíkurborg, eru áætlaðar um 600 m.kr. og hafa þegar verið fjármagnaðar.

Edduverðlaunin 2014 afhent

Edduverðlaunahátíðin fór fram í Silfurbergi í Hörpu í kvöld, laugardaginn 22. febrúar 2014. Allar tilnefningar má lesa hér.

Sigurvegarar kvöldsins voru:

 • Heimildarmynd ársins: Hvellur
 • Stuttmynd ársins: Hvalfjörður
 • Handrit ársins: Benedikt Erlingsson fyrir Hross í oss
 • Menningar – og lífsstílsþáttur ársins: Djöflaeyjan
 • Skemmtiþáttur ársins: Orðbragð
 • Besti leikari í aukahlutverki: Ingvar E. Sigurðsson fyrir Málmhaus
 • Besta leikkona í aukahlutverki: Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Málmhaus
 • Barnaefni ársins: Stundin okkar
 • Frétta- eða viðtalsþáttur ársins: Kastljós
 • Sjónvarpsmaður ársins: Bogi Ágústsson
 • Leikari ársins í aukahlutverki: Ingvar E. Sigurðsson fyrir Hross í oss
 • Leikkona ársins í aukahlutverki: Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir Málmhaus
 • Gervi ársins: Steinunn Þórðardóttir fyrir Málmhaus
 • Búningar ársins: Helga Rós Hannam fyrir Málmhaus
 • Leikmynd ársins: Gunnar Pálsson fyrir Fólkið í blokkinni
 • Heiðursverðlaun: Sigríður Margrét Vigfúsdóttir
 • Tónlist ársins: Pétur Ben fyrir Málmhaus
 • Hljóð ársins: Huldar Freyr Arnarson fyrir Málmhaus
 • Besti kvikmyndafrasi Íslandssögunnar: Inn, út, inn, inn, út úr Með allt á hreinu
 • Leikstjóri ársins: Benedikt Erlingsson fyrir Hross í oss
 • Brellur ársins: Jörundur Rafn Arnarson fyrir Hross í oss
 • Klipping ársins: Valdís Óskarsdóttir fyrir Málmhaus
 • Kvikmyndataka ársins: Bergsteinn Björgúlfsson fyrir Hross í oss
 • Leikið sjónvarpsefni ársins: Ástríður 2
 • Kvikmynd ársins: Hross í oss

Íslandsbanki byggir við höfuðstöðvar á Kirkjusandi

Íslandsbanki hyggst sameina starfsemi höfuðstöðva bankans á einn stað á Kirkjusandi en starfsemi höfuðstöðva fer fram á fjórum stöðum í dag.

Sameiningin felur í sér stækkun húsnæðis á Kirkjusandi með viðbyggingu við suðurenda byggingarinnar. Stærsta breytingin mun felast í flutningi á Upplýsingatækni- og rekstrarsviði bankans frá Lynghálsi á Kirkjusand, en á því sviði starfa um 300 manns.

Töluverð hagræðing næst með sameiningu höfuðstöðvanna á einn stað, bæði með lægri leigukostnaði og lækkun rekstrarkostnaðar vegna upplýsingakerfa, viðhaldi vinnustöðva og rekstri mötuneyta. Með sameiningunni má gera ráð fyrir töluverðri lækkun samgöngukostnaðar og tímasparnaðar þar sem starfsmenn þurfa ekki að ferðast á milli staða í sama mæli og í dag.

Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á seinni hluta þessa árs og er áætlað að þær standi yfir í um tvö ár. Við hönnun viðbyggingarinnar verður horft til bæði umhverfisþátta og aukinnar hagkvæmni í rekstri.

Heimild: islandsbanki.is

Endurgerð Hverfisgötunnar

Hverfisgatan í miðbæ Reykjavíkur var opnuð aftur í gær á ný fyrir bílaumferð, en áfram verður unnið við lokafrágang götunnar alla næstu viku.  Markmið framkvæmdanna er að fegra götumyndina og verður útlit götunnar með svipuðu sniði og fyrir neðan Vitastíg.

Umferðartálmar voru fjarlægðir, en vinnusvæðamerkingar verða þó áfram uppi og hraðatakmörk eru 20 km/klst.

Í næsta áfanga verður Hverfisgatan frá Vitasstíg að Snorrabraut endurgerð.  Allt yfirborð götu og gangstétta verður endurnýjað, ásamt þeim lögnum sem komnar eru á tíma. Snjóbræðsla verður sett í upphækkuð gatnamót og göngu- og hjólaleiðir.

Búið er að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir í bréfi til íbúa.  Áætlað er að hefja vinnu í mars og að verklok verði í ágúst. Verktími tekur mið af reynslu framkvæmda við þann kafla sem nú er verið að ljúka við milli Klapparstígs og Vitastígs.

img_0018 img_0012 img_0001 img_0027

Texti og myndir: www.reykjavik.is

2 fyrir 1 á Þjóðminjasafninu á sunnudag

Sunnudaginn 16. febrúar er  tveir fyrir einn tilboð á aðgangseyri inn á Þjóðminjasafn Íslands. Að venju er ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Opið er á frá þriðjudögum til sunnudaga frá kl. 11-17.  Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 12 mun Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og listrænn stjórnandi sýningarinnar Silfur Íslands halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu.

Auk grunnsýningar safnsins standa sérsýningarnar Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni, Betur sjá augu-Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal og Viður við og við á Torgi.

Þá er hægt að kaupa árskort að Þjóðminjasafnsins á  kr. 4500 og veitir aðgang að safninu og öllum viðburðum þess í tólf mánuði.

Þjóðminjasafnið varð 150 ára þann 24. febrúar 2013.

Björgun flytur úr Bryggjuhverfinu

Útlit er fyrir að starfsemi Björgunar verði flutt á næstunni úr Bryggjuhverfinu í Grafarvogi. Viðræður standa nú yfir milli fyrirtækisins og borgaryfirvalda um nýjan stað fyrir starfsemina. Íbúar í hverfinu eru orðnir langþreyttir á ástandinu. Viðræður um nýja staðsetningu eru í gangi en sá staður er á milli athafnasvæða Samskipa og Eimskips, fyrir neðan Kleppsspítalann.  Á því svæði er einnig ungbarnaleikskólinn Lundur.

Borgaryfirvöld hafa viljað að starfsemin yrði flutt, og stjórnendur fyrirtækisins eru sömu skoðunar. Hins vegar hefur verið deilt um framtíðarstað fyrir starfsemina.

Samkvæmt aðalskipulagi stendur til að íbúðabyggð komi í staðinn fyrir starfsemi Björgunar í Grafarvogi.

Björgun ehf er leiðandi framleiðandi steinefna til hverskonar mannvirkjagerðar á Íslandi. Félagið aflar hráefnis úr námum á hafsbotni með uppdælingu efnisins sem síðan er flutt til frekari vinnslu á athafnasvæði félagsins við Ártúnshöfða í Reykjavík.

Bláfjallagangan fer fram í dag

Bláfjallagangan fer fram í Bláfjöllum í dag laugardaginn 15. febrúar, en hún er eitt fjölmennasta skíðagöngumót sem verið hefur haldið á Höfuðborgarsvæðinu undanfarna áratugi. Bláfjallagangan hefst klukkan 13 en þátttakendur velja hvort þeir ganga 5, 10 eða 20 kílómetra.  Rúmlega 80 þátttakendur eru skráðir til leiks en mótið er liður í mótaröð Skíðasambands Íslands, Íslandsgöngunni.

Þá fer fram Bikarmót Skíðasambands Íslands á sama tíma og eru 30 þátttakendur eru skráðir til leiks og er mótið fyrir 14 ára og eldri.

Líkamsræktarstöð við Breiðholtslaug

Breiðhyltingar munu fá aukin tækifæri til líkamsræktar með  tilkomu líkamsræktarstöðvar  sem stendur til að byggja við Breiðholtslaug. Borgarráð samþykkti í morgun að fela ÍTR að ganga til samninga við fyrirtækið Þrek ehf(Worldclass) um að vinna áfram að þróun hugmyndar um slíka stöð við Breiðholtslaug.

Forsaga málsins er sú að í maí 2013 auglýsti Reykjavíkurborg eftir umsóknum áhugasamra aðila til að taka þátt í uppbyggingu og rekstri líkamsræktaraðstöðu í tengslum við Breiðholtslaug ásamt því að koma að fjármögnun, framkvæmdum og rekstri aðstöðunnar.

Tvö fyrirtæki Arctic Ísland ehf og Þrek ehf voru metin hæf til þátttöku og var boðið til áframhaldandi viðræðna. Bæði fyrirtækin skiluðu inn greinargerðum sem matshópur á vegum Reykjavíkurborgar fór yfir.

Það var niðurstaða matshópsins að velja Þrek ehf til að vinna áfram að þróun hugmyndarinnar en það fyrirtæki rekur líkamsræktarstöðvarnar World Class.

Heimild: reykjavik.is

Fá leyfi fyrir tónleikahaldi í bílakjallara Hörpu

Harpa ohf hefur sótt um leyfi fyrir tímabundið tónleikahald fyrir 350 gesti í bílakjallara K2 í tónlistar og ráðstefnuhúsinu Hörpu á lóð nr. 2 við Austurbakka.
Umsókin hefur verið samþykkt með því skilyrði að byggingarfulltrúa, lögreglu og slökkviliði verði gert viðvart fyrir hvern viðburð ásamt að sótt verði um leyfi hjá lögreglu.

Setning Vetrarhátíðar

Upplifun á samspili ljóss, borgar og myrkurs markar upphaf Vetrarhátíðar þegar Jón Gnarr borgarstjóri tendrar 10 ljósaverk samtímis í miðborginni, fimmtudaginn 6. febrúar kl. 19:30. Verkin eru öll hluti af ljósagöngu sem borgarbúar eru hvattir til þess að njóta í faðmi fjölskyldu eða í hópi vina. Hægt er að stíga inn í gönguna á ýmsum stöðum en korti með gönguleiðinni má hlaða niður á vefsíðu hátíðarinnar vetrarhatid.is.

Styrkir veittir í Reykjavík

Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar afgreiddi á fundi sínum í dag úthlutun almennra styrkja og þróunarstyrkja fyrir árið 2014.  Alls fengu 16 verkefni almenna styrki og 38 verkefni styrki til nýbreytni- og þróunarstarfs. Óskað var sérstaklega eftir verkefnum tengdum fjölmenningarlegu skóla- og frístundastarfi í Reykjavíkurborg sem og umsóknum frá foreldrafélögum í tilefni 30 ára afmælis SAMFOKS.

36 umsóknir bárust um almenna styrki og sóttu foreldrafélög um styrki til margvíslegra verkefna, s.s. til að kynna leiki fyrir börnum af ólíkum uppruna og til að standa fyrir fræðslukvöldum af ýmsu tagi, t.d. um fjármálalæsi og tölvunotkun.

Hæsti styrkurinn, 600.000 kr. fór til ADHD- samtakanna til að útbúa námskeið á netinu fyrir leiðbeinendur í íþrótta- og tómstundastarfi. Verkefnið Sögupokinn sem miðar að því að efla íslenskukunnáttu fjölskyldna af erlendum uppruna, fékk næsthæsta styrkinn, 450.000 kr., og forvarnarverkefnið Ella umferðartröll og farandsýningin Undir himni, sem ætluð er leikskólabörnum, fengu 400.000 kr. styrk hvort.

Styrkir til  þróunarverkefna
Við úthlutun þróunarstyrkja var horft til verkefna sem miða að því að efla fjölmenningarlegt skóla- og frístundastarf, en tilgangur styrkveitinga er að stuðla að nýbreytni, fagmennsku, auknu samstarfi og rannsóknum. Alls bárust 73 umsóknir og var úthlutað til 38 þróunarverkefna.

Hæsti styrkurinn, 3 milljónir króna, rann til verkefnisins Fullgild þátttaka í Háaleitisskóla, en sá næsthæsti, 1.7 milljónir kr.  kom í hlut Frístundamiðstöðvarinnar Miðbergs í Breiðholti og verður varið til að kortleggja þátttöku barna af erlendum uppruna í starfi frístundaheimilanna. Þá fékk verkefnið Okkar mál 1,5 milljóna króna styrk, en það byggir á samstarfi leikskóla, grunnskóla, þjónustumiðstöðvar og Menntavísindasviðs HÍ um leiðir til að efla menningu, mál og læsi í Fellahverfi.

Heimild: reykjavik.is

Öll ráð notuð til að ná klaka af íþróttavöllum í Reykjavík

Undanfarnar tvær vikur hefur allt verið á fullu við að finna lausnir til að losna við klaka  á keppnis- og æfingavöllum íþróttafélaga í Reykjavík.  Þegar klaki hefur legið yfir grasi í þrjátíu daga er hætta á að grasið kali og skemmist. Það að klaki liggi á íþróttavöllum í  svo langan tíma er nánast óþekkt vandamál í Reykjavík. Þó voru vandræði í fyrra á Fjölnisvelli.

Í lok síðustu viku voru prófaðir sjö tonna valtarar með víbringi til að brjóta upp klakann en sú aðgerð heppnaðist ekki. Þá var gerð tilraun með gröfur sem búið var að smíða á sérútbúnar tennur til að brjóta upp klakann og það tókst mjög vel. Nú er búið að smíða samskonar búnað á tvö önnur tæki og var unnið á fullu alla helgina við að brjóta upp klaka til að koma súrefni inn á vellina.

img_5526 img_5466 Myndir frá Reykjavik.is

Íslensku bókmenntaverðlaunin

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru afhent af forseta Íslands á heimili hans, fimmtudaginn 30. janúar síðastliðinn.

Í fyrsta skipti voru veitt verðlaun í flokki barna- og unglingabókmennta, til auka við hina reglubundnu flokka fagurbókmennta og fræðibóka og bóka almenns efnis.

Sjón fékk verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsöguna Mánasteinn: drengurinn sem var aldrei til.

Guðbjörg Kristjánsdóttir fékk verðlaunin í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis fyrir Íslensku teiknibókina.

Og Andri Snær Magnason fékk verðlaunin í flokki barna- og unglingabóka fyrir Tímakistuna.

Aftur hægt að sigla til Viðeyjar

Viðey opnar á ný eftir fram­kvæmdir á bryggj­unni í janúar. Það er gaman að fara með fjöl­skyldu og vinum og ganga eftir skemmti­legum stígum í Viðey, virða fyrir sér nátt­úr­una, hafið, list­ina, fjalla­sýn­ina og njóta kyrrð­ar­innar í eyj­unni. Viðey er úti­vista­svæði í eigu Reykvíkinga og allir eru vel­komnir út í eyju.

Í Viðeyjarstofu er rekið kaffi­hús en þangað inn er dásam­legt að setj­ast eftir góðan göngu­túr. Vöfflur og kakó í Stofunni er tíma­laus klassík.

Siglt er allar helgar, laug­ar­daga og sunnu­daga, frá Skarfabakka kl. 13:15, 14:15 og 15:15 og frá Viðey að Skarfabakka kl. 13:30, 14:30, 15:30 og 16:30.

Einnig er í boði sérstakar Friðarsúluferðir út í Viðey.

 • kl. 20:00 frá 9. októ­ber til 8. des­em­ber (á hverju kvöldi).
 • kl. 18:00 dag­ana 21., 22., 27., 28. og 30. des­em­ber.
 • kl. 16:00 gaml­árs­dag 31. des­em­ber.
 • kl. 20:00 18. febrúar.
 • kl. 21:00 dag­ana 20. til 26. mars (á hverju kvöldi).

Brottfarir frá Gömlu höfn­inni í Reykjavík.

Meira á vefinum, www.videy.com

Dagskrá Ljósmyndasafns Reykjavíkur á safnanótt

Ljósmyndasafn Reykjavíkur verður með sérstaka dagskrá á safnanótt, föstudaginn, 7. febrúar og er eftirfarin dagskrá dagana í kring á hinum ýmsu stöðum:

Fimmtudagur 6. febrúar
Kl. 17:00 The Coming of Age: Cindy Sherman, Feminism and Art History. Fyrirlestur Abigail Solomon-Godeau list- og ljósmyndafræðingsins í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Kl. 18:30 Nordic Now bókakynning og ljósmyndasýningu í Máli og Menningu, Laugavegi 18. Finnska sendiráðið býður gestum upp á léttar veitingar.
Föstudagur 7. febrúar (Safnanótt)

Kl. 9:00-16:00 Portfolio Review í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Skráning á photomuseum@reykjavik.is

Kl. 18:00 Opnun Innra myrkurs í SÍM-húsinu, Hafnarstræti 16. Samsýning ljósmyndaranna Bjargey Ólafsdóttir, Friðgeir Helgason, Inga Sólveig Friðjónsdóttir, Sigurður Mar Halldórsson, Valdís Thor, Jóna Þorvaldsdóttir, Þórdís Erla Ágústsdóttir.

Kl. 18:30 Opnun ljósmyndasýningarinnar Var eftir Kristínu Hauksdóttir í Artóteki Borgarbókasafns Tryggvagötu 15.

Kl. 20:30 Betur sjá augu, Ljósmyndun Íslenskra kvenna 1872-2013, leiðsögn með Katrínu Elvarsdóttir um sýninguna í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi Tryggvagötu 15.
Laugardagur 8. febrúar

Kl. 9-13:45 Portfolio Review í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Skráning á photomuseum@reykjavik.is

Kl. 19:30 Opnun sýningar Einars Fals Ingólfssonar Reykjanesbrautin hjá Gallerí Listamönnum, Skúlagötu 32.

Kl. 20:00 Dagskrá á Kex Hostel í Gym og Tonic salnum. Nordic Now sýning á verkum norræna ljósmyndara og verkum eftir meðlimi í Félagi íslenskra samtímaljósmyndara. Kex Hostel, Skúlagötu 28.

Safnanótt á Árbæjarsafni 7. febrúar

Þann 7. febrúar næstkomandi mun Árbæjarsafn halda Safnanótt, endurskapa horfinn heim, með kvöldvöku á baðstofuloftinu í Árbæ. Þar situr fólk við daufa birtu og stritar við að kemba, spinna og prjóna og húsbóndinn kveður rímur fyrir heimilisfólkið.
Kvöldvakan var forðum fastur liður í lífi fólks yfir veturinn. Þegar verkefnum dagsins sleppti og rökkrið færðist yfir settist fólk að vinnu í baðstofunni. Einkum fékkst fólk við tóskap, auk þess sem menn brugðu í reipi, rökuðu gærur eða fengust við annað það sem mikilvægt þótti til heimilisþarfa.
Boðið verður upp á leiðsagnir á Árbæjarsafni, með reglulegu millibili, þar sem gestum gefst kostur á að ganga inn í fortíðina og upplifa stemninguna á íslenskri kvöldvöku. Steindór Andersen kveður rímur.