06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

2 fyrir 1 á Þjóðminjasafninu á sunnudag

Sunnudaginn 16. febrúar er  tveir fyrir einn tilboð á aðgangseyri inn á Þjóðminjasafn Íslands. Að venju er ókeypis fyrir börn yngri en 18 ára. Opið er á frá þriðjudögum til sunnudaga frá kl. 11-17.  Þriðjudaginn 18. febrúar kl. 12 mun Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður og listrænn stjórnandi sýningarinnar Silfur Íslands halda fyrirlestur í Þjóðminjasafninu.

Auk grunnsýningar safnsins standa sérsýningarnar Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni, Betur sjá augu-Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal og Viður við og við á Torgi.

Þá er hægt að kaupa árskort að Þjóðminjasafnsins á  kr. 4500 og veitir aðgang að safninu og öllum viðburðum þess í tólf mánuði.

Þjóðminjasafnið varð 150 ára þann 24. febrúar 2013.