06/12/2024

Reykvíkingur

Reykjavíkurfréttir

130 björgunarsveitarmenn kallaðir út vegna neyðarkalls frá farþegaþotu

Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu  vegna farþegaþotu sem sendi frá sér neyðarkall laust upp úr klukkan 1100 í gærmorgun þar sem  lítið afl var í öðrum hreyfli vélarinnar. Alls tóku um 130 björgunarsveitamenn þátt í aðgerðunum sem lauk eftir að flugmenn vélarinnar lentu henni farsællega á Keflavíkurflugvelli kl 14:40.

Um borð í vélinni, sem er af gerðinni Boeing 767, voru 258 manns. Hún var á leið frá London til Edmonton í Kanada.